Börnin

Börnin þrjú

Þetta eru gullmolarnir:

Dabjört Freyja fagra meyja (verður 10 ára í sumar), segist ætla að halda uppá afmælið sitt í dýragarði, mikill söngfugl og díva.

Stefán Kári fjögurra laufa smári (verður 8 ára núna í mars), þarf á heppni fjögurra laufa smárans að halda því hann er dálítill klaufi og ör en mjög tilfinningaríkur og duglegur.

Ástþór Logi, köllum hann stundum álfinn því skammstöfunin er ÁLF (4 ára í sumar), algjör vitsmunavera, kunni litina tveggja ára og talaði eins árs.

Hér inná flokknum “börnin” mun ýmislegt skemmtilegt efni detta inn af krökkunum þrem.