Noregur til prufu 2 maí!

Þá er það ákveðið. Við förum til Noregs 2 maí til prufu. Þ.e. við lendum í Osló og gistum þar eina nótt. Förum svo með lest yfir til Kristiansand þar sem við fáum vonandi að skoða húsnæði. Um kvöldið tökum við svo ferju yfir í eyjuna, Kappeloya. Þar verðum við með gistingu á þessum fallega stað sem Ny-Hellesund er. Við kúplum okkur svo niður sun-mán. Og á mánudeginum getur Freyr minn hringt í vinnuveitendur og vinnumiðlanir (ef hann verður þ.e.a.s ekki kominn með vinnuviðtal). Síðustu tvo dagana getum við svo farið yfir í Kristiansand og skoðað fleiri húsnæði, ég fer á fund í skólanum og Freyr vonandi í viðtöl. Á fimmtudeginum fljúgum við svo heim aftur.

Svo þetta verður forvitnilegt og vonandi skemmtileg ferð allt í senn. Enda ómögulegt að flytja til lands sem maður hefur aldrei heimsótt. Því þó mig hafi dreymt um Noreg núna í nokkur ár þá hef ég aðeins komið til Svíþjóðar og Danmerkur. Alveg 10 ár síðan líka!

En draumórakonan Sandra sér fyrir sér stundirnar á eyjunni með mínum heittelskaða alveg æðislegar. Þar sem rauðmáluð hús liggja við klettastrendur, sjórinn sleikir sólríkar strandlengjur og grænir skógar gæjast á víð og dreyf um þessar mörgu eyjar sem umlykja suðurströnd Noregs.

Enn lærum við nokkur orð í norsku þó við séum langt frá því að vera búin að læra málið og undirbúum börnin undir flutningana í huganum.

Allt veltur þetta þó á því að eitthvað komi úr vinnumálum hjá Frey sem og húsnæðismálum í kjölfarið. Þá getum við farið að hnýta lausa enda :)

Þangað til næst. Ha en fin dag og farvel til neste gang!

_jfu0148_slide.jpgsorlandet_nyhellesund_740.JPG