Þá er komin heildarmynd á ferðina :)

Búinn að vera höfuverkur að púsla þessari ferð saman sem við förum núna eftir viku, en þetta er allt að koma :)

Við fljúgu semsagt út 2 maí (föstudag) og gistum í Osló eina nótt þar sem við komum frekar seint. Tökum svo lest til Kristiansand á laugardeginum og þar erum við með ágætis gistingu. Skoðum borgina á sunnudeginum og skoðum jafnvel eina íbúð. Næstu tvo dagana fer ég í skólann að hitta Morgan sem er yfir grafísku deildinni í skólanum. Freyr fer á vinnumiðlanir og sækir um fleiri vinnur þar sem hann er ekki kominn með neitt ennþá. Á miðvikudeginum ætlum við svo að eyða deginum í Arendal og skoða alveg æðislegt hús sem stendur efst á Tromoya. Það er eyja við suðurströndina. Það er málað hágult og er á tveimur hæðum. Það stendur það hátt að maður sér víst yfir haf og skóga svo það er nú algjör draumur alveg. Freyr þyrfti út í skóg til þess að höggva í eldiviðinn því stofan og gangur er hitað upp með kamínu. Í því býr fimm manna fjölskylda frá Belgíu og hafa þau leygt það í sex ár og líkar vel þar. Það vel að þau eru að fara að kaupa sér hús sjálf nálægt, eða í nágrenni Arendals.

55_124897578.jpg

Eftir stopp þar og vinnuumsóknir þá rennum við aftur inní Osló og svo heim.

Við vonum svo að allt skýrist frekar eftir þessa ferð til Norge, vonandi fljúgum við svo út 11 júlí með allt klappað og klárt og vonandi á leið í hágula húsið með furuskógi allt í kring. Heyrumst eftir ferðina :)
Tjá!