Andlit manna

Fagur dagur

7. nóvember 2009 kl. 10:34

Sólin leit við mér svo fögur í dag
Og mjallahvít skýin þau stóðu í stað
meðan fuglarnir léku á flögrandi tóna
fann ég friðinn í loftinu ljúflega óma.

Og glitrandi götur af frosti og snjó
Gáfu litrófi regnbogans fegurð og ró
En ámátleg gufan á glugganum grét
Er þau mættust í eitt bæði haustið og hret
Nóv.‘09
Sandra Clausen