Lófafylli af ljóðum

Barnið blíða.

7. apríl 2011

Barnið blítt hjá móður kúrir,

Bústin kinn við brjóstið lúrir,

Litlir fingur leita,

Lokks við hálsakotið heita.

 

Augun blá við henni brosa,

Báðar hendur hárið tosa,

Sæta vísu syngur,

Smáir lófar takið losa.

 

Kinnarnar hún báðar kyssir,

Kveður, „ef þú bara vissir“,

Hversu heitt ég elska,

Hljóða tárið niður missir.